Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir23.03.2014 00:50

Fegurð Brúðar Krists

Brúður Krists
Samantekt: Elísabet Rós Kolbeinsdóttir

23. mars 2014

 

1.   Viðerum öll kölluð sem Brúður Krists

 

Það er mikið að gerast í dag í líkama Krists. Guð er að opinbera sig mun meira en Hann hefur nokkurn tíma gert. Og að vitja okkar á einstakan hátt. Það eru spennandi tímar framundan en einnig tími til að velja að vera Brúður Hans. Tíminn er að styttast og ég trúi því að við séum að fara í undirbúning fyrir endatímana. Við verðum að þekkja brúðguma okkar og vera rótföst í Honum því annars gætum við efast um elsku Hans á endatímunum. Biblían talar um að margir munu falla frá á síðustu tímum og kærleikurinn til náungans kólna.

 

Matt. 24:10

10Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.

 

Þess vegna skiptir svo miklu máli að nota þennan náðartíma sem Guð er að gefa núna til að helga sig ennþá meira og fara eftir sannleikanum um hver Guð er. Að læra að þekkja Hann og eiga þetta

brúðarsamfélag við Hann. Það sem hefur líka verið að gerastundanfarin ár, að Guð hefur verið að byggja upp þrá í hjörtum okkar að eiga þetta brúðarsamfélag. Það er ekkert sem er að gefa í þessum heimi nema eymd og óhamingja. Enginn alvöru kærleikur og endalaus vonbrigði. Það er enginn/ekkert sem getur gefið okkur eins og Guð gefur. Hann er VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ. Þessi þrá sem Guð hefur verið að byggja upp ætlar Hann að mæta. Hann ætlar að fylla okkur af opinberunum um hver Hann er, að við mættum virkilega þekkja Hann. Hann er þegar byrjaður að kyssa okkur með Orði sínu og mun halda því áfram. Guð ætlar að opinbera sig þannig að við munum bókstaflega standa agndofa yfir því hver Hann er og út frá því kveikist þessi brúðarást. Við verðum ástsjúk brúður eftir brúðguma sínum. Það stendur ekkert í vegi hennar að leita Hans og verja tíma með Honum.

 

Ljóðaljóðin 5: 6-8

6Ég lauk upp fyrir unnusta mínum, en unnusti minn var farinn, horfinn. Ég stóð á öndinni meðan hann talaði. Ég leitaði hans, en fann hann ekki, ég kallaði á hann, en hann svaraði ekki.

7Verðirnir sem ganga um borgina, hittu mig, þeir slógu mig, þeir særðu mig, verðir múranna sviptu slæðunum af mér.

8Ég særi yður, Jerúsalemdætur: Þegar þér finnið unnusta minn, hvað ætlið þér þá að segja honum? Að ég sé sjúk af ást!

 

Jesús er svo yndislegur og veit nákvæmlega hvernig Hann á að nálgast okkur. Hann byrjar á því kveikja ástina hjá brúðinni með því að segja henni hvernig Hann sér hana og hvaða áhrif hún hefur á Hann.

 

Ljóðaljóðin 4:10

10Hversu ljúf er ást þín, systir mín, brúður, hversu miklu dýrmætari er ást þín en vín og angan smyrsla þinna heldur en öll ilmföng.

 

Þótt hún sé óþroskuð þá elskar brúðguminn hana. Þannig dregur Jesús okkur áfram, með því að kveikja elsku í hjarta okkar til Hans. Veik ást er líka ekki það sama og fölsk ást. Þótt ást okkar sé veik og ófullkominn þá fagnar Jesús yfir elsku okkar til Hans.

 

1. Jóh. 4:19

Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði.

 

Ljóðaljóðin 1:5

5Svört er ég, og þó yndisleg, þér Jerúsalemdætur, sem tjöld Kedars, sem tjalddúkar Salómons.

 

Við erum mjög mannleg og það getur verið mjög fjarlægt stundum að við gætum orðið brúður Krists. En þess vegna sendi Guð son sinn Jesú til að deyja fyrir okkur. Svo við gætum átt sigur yfir syndinni og orðið heilög og lýtalaus. Jesús dó fyrir brúði sína og vegna blóð Hans sem rann fyrir okkur er engin fyrirdæming.

 

Róm. 8:1-3

1Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.

2Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

3Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum.

 

Efesusbr. 1:4-7

4Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum 5ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun 6til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. 7Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra.

 

Og í Jesú Kristi eigum við náðina sem hjálpar okkur að gera Guðs vilja. Náð og miskunn Guðs er ekki svo við getum haldið áfram að vera í syndinni. Svo engann veginn, það er til þess að við mættum sigrast á syndinni í lífi okkar. Það er kraftur í náðinni til að hjálpa okkur þegar freistingarnar koma að gera vilja Föðurins. Guð mun verka þetta í okkur en ekki við. Við þurfum bara að staðsetja okkur frammi fyrir Honum.

 

2. Kor. 12:9

9"Og hann hefur svarað mér: Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika. Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér."

 

Sálm. 89:3

3því að ég hefi sagt: Náð þín er traust að eilífu, á himninum grundvallaðir þú trúfesti þína.

 

Síðan er það miskunn Guðs sem er líka svo mikilvægt að hafa opinberun á, svo við förum ekki að lifa í

fyrirdæmingu og að við þurfum að vinna okkur eitthvað inn. Guð fyrirgefur okkur um leið og við iðrumst. Þá er allt farið og hann minnist ekki lengur synda okkar (Jes. 43:25).  Við getum séð í gegnum alla Biblíuna mennina bregðast Guði og falla í synd og Guð að auðsýna þeim miskunn og náð. Guð elskar að miskunna okkur því það kemur okkur aftur til Hans. Það er ekki kvöð fyrir Guð að miskunna okkur.

 

Nehemía. 9:17

17Þeir vildu ekki hlýða og minntust ekki dásemdarverka þinna, þeirra er þú hafðir á þeim gjört, en

gjörðust harðsvíraðir og völdu sér í þverúð sinni fyrirliða til að snúa aftur til ánauðar sinnar. En þú ert Guð, sem fús er á að fyrirgefa, náðugur og miskunnsamur, þolinmóður og elskuríkur, og yfirgafst þá ekki. 18Jafnvel þá, er þeir gjörðu sér steyptan kálf og sögðu: Þetta er guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, og frömdu miklar guðlastanir, 19þá yfirgafst þú þá ekki á eyðimörkinni vegna þinnar miklu miskunnar. Skýstólpinn veik ekki frá þeim um daga, til þess að leiða þá á veginum, né eldstólpinn um nætur, til þess að lýsa þeim á veginum, sem þeir áttu að fara. 20

til þess að fræða þá, og þú hélst ekki manna þínu frá munni þeirra og gafst þeim vatn við þorsta þeirra.

21Fjörutíu ár ólst þú önn fyrir þeim á eyðimörkinni, svo að þá skorti ekkert. Föt þeirra slitnuðu ekki og fætur þeirra þrútnuðu ekki. 22Og þú gafst þeim konungsríki og

þjóðir og skiptir þeim til ystu takmarka, og þeir lögðu undir sig land Síhons

og land konungsins í Hesbon og land Ógs, konungs í Basan.

 

Ísraelsmenn mögluðu í eyðimörkinni og minntust ekki hvernig Hann hefði bjargað þeim úr ánauð. Þeir meira segja sneru sér frá Guði og bjuggu sér til gullkálf. En Guð var trúfastur við þau allan tíman og vék aldrei frá þeim og gaf þeim síðan fyrirheitna landið. Guð er svo góður og það segir líka að allt samverki þeim til góðs sem Guð elska (Róm. 8:28). Það er sama hvað kemur í veg okkar, ALLT getur Guð snúið til blessunar.

 

Sannleikurinn um hver Hann er kemur með því að verja tíma í Orði Guðs, í bæn og lofgjörð til Hans. Og þegar við lærum að þekkja eðli Hans og þá getum við ekki annað en verið hrærð yfir því hver Hann er.  

 

 

1.   Fegurð Brúðar Krists

 

Djöfullinn hefur tekið orðið fegurð og brenglað því. Fegurð eins og heimurinn sér hana er allt með útlit að gera sem er langt frá raunveruleikanum. Það er komin einhver staðalmynd á hvað er fallegt. En það er ekki raunveruleg fegurð. Raunveruleg fegurð er eins og Guð sér okkur.

 

 1. Samúelsb. 16:7

7En Drottinn sagði við Samúel: Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt því að ég hefi hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.

 

Raunveruleg fegurð kemur frá hjarta okkar. Brúður Krists er sú sem skartar fegurð Guðs, það skín út frá henni raunveruleg fegurð sem er eðli Guðs. Eðli Guðs er það sem skín út frá henni því hún hefur íklæðst Kristi. Þetta hreina, hvíta lín brúðarinnar.

 

Kólossubr. 3:12-15

12Íklæðist

því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun,

góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. 13Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver

hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð

þið og gera. 14En íklæðist

yfir allt þetta elskunni sem bindur allt saman og fullkomnar allt.

15Látið frið Krists ríkja í

hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í

einum líkama. Verið þakklát.

 

Eðli Hans er eins og yndislegur ilmur og þegar við erum nálægt Honum þá getur fólk fundið góðilminn af Honum á okkur. Ilmur Hans festist á okkur þegar við verjum tímanum með Honum.

 

Ljóðaljóðin 1:3

3Yndislegur ilmur er af smyrslum þínum, nafn þitt eins og úthellt olía, þess vegna elska meyjarnar þig.

 

Mig langar í lokin að hvetja ykkur til að segja syndinni stríð á hendur. Jesús hefur veitt okkur allt sem við

þurfum til að verða Brúður Hans (orðið, blóðið, Heilagur Andi). Að vera flekklaus og lýtalaus. Guð gerir ekki lítið úr okkar litlu skrefum, Hann fagnar hverju skrefi. Hann er þolinmóður Guð og Hann berst einnig fyrir okkur (5. mós. 3:22). Hann mun ekki gefast upp á okkur þótt við föllum. Nú er sérstakur náðartími til að undirbúa hjarta sitt og taka dýpri afstöðu með Jesú. Við ætlum alla leið og verða Brúður Krists.

 

 

Guð blessi þig og gefi náð til að verða Brúður Hans!

 

38Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,

39hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.

(Róm. 8:38-39)  Bænahúsið | Stangarhylur 7 | 110 Reykjavík | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370