Ég þekki verkin þín, elsku þína og trú, þjónustu þína og þolgæði og veit að hin síðari verk eru meiri en hin fyrri.  Opinberunarbókin 2:19 


Hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir29.06.2014 18:24

Biðjið, leitið og knýið á; II. hluti

Biðjið, leitið og knýið á; II. hluti


 

I.      Bæn og lofgjörð leysa fram blessun

 

Opinb. 8:3-5.

3 Og annar engill kom og nam staðar við altarið. Hann hélt á reykelsiskeri úr gulli. Honum var fengið mikið reykelsi til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið frammi fyrir hásætinu.  4  Og reykurinn af reykelsinu steig upp með bænum hinna heilögu úr hendi engilsins frammi fyrir Guði.  5  Þá tók engillinn reykelsiskerið og fyllti það eldi af altarinu og varpaði ofan á jörðina. Og þrumur komu og dunur og eldingar og landskjálfti.

 

Bæn og lofgjörð eru öflugir lyklar af náð Guðs.  Þegar erum við í sannri bæn og lofgjörð verðum eins og góðilmur af reykelsi frammi fyrir Guði.  Það er þegar við biðjum og lofum Guð í samhljómi við orð hans.  Þá leysum við fram blessun og stjórnunarvald Guðs kemur yfir okkur, umhverfi okkar og landið okkar.  Eins sækist Satan eftir lofgjörð til þess að ná valdi yfir fólki, borgum og löndum.  Það er okkar að láta reykelsið loga stöðugt með því að helga hjarta okkar orðinu og vera trúföst að biðja út orð Guðs. 

 

Jóh. 4:23-24.

23 En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann. 24  Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika."

 

Við erum abassadorar Guðs og komum sem fulltrúar Guðsríkisins.  Við eigum að koma með menningu Guðríkisins inn í okkar land og til þjóðar okkar því okkar ríkisborgararéttur er á himnum.  Það er okkar hlutverk að læra, tala og kenna tungumál Guðsríkisins.  Það getum við aðeins gert með því að vera ker Guðs eða leiðsla sem tengist við uppsprettu lífsins.  Uppspetta alls lífs er orðið og orðið er Guð.

 

Matt. 7:7-8.

7 Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.  8  Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.

 

Núna er tími Guðs fyrir það að reisa upp bænahús á heimsvísu til þess að dýrð Drottins muni snerta alla jörðina og leysa fram stærstu vakningu mannkynssögunnar.  Þessi vakning mun taka inn stærstu uppskeru frá upphafi vega í Guðsríkinu og er þetta magnaður hluti af endatíma áætlun Drottins.

 

Bænahús eru að rísa upp út um alla jörðina og þessi hugmynd eða vakning byrjaði að alvöru um síðustu aldarmót.  Það hefur aldrei í mannkynsögunni verið slík áhersla í Guðsríkinu að reisa upp á heimsvísu bænahús þar sem eldurinn á að loga stöðuglega.   Í dag skipta bænahúsin hundruðum sem halda úti bæn og lofgjörð dag og nótt, og fleiri þúsundir bænahúsa í heiminum eru að stefna að því að halda úti bæn og lofgjörð dag og nótt. 

 

Megin hlutverk þessara bænahúsa er eftirfarandi:

1. Bæn fyrir kirkjunni og fyrir vakningu.

2. Vekja kirkjuna til bæna og kalla fram einingu.

3. Uppspretta; Gefa kirkjunni þekkingu fyrir endatímanna, vera fyrirmynd í bæn, kenna bæn og lofgjörð.  Draga fólk inn í að biðja og syngja út orðið.

4. Lofgjörð; þakka og lofa fyrir það sem Guð gerir hverju sinni.  Þakka fyrir að Guð er að reisa upp bæn samkvæmt orðinu.  Lofgjörð til nafns Drottins leysir hjörtu fólks og kallar fram iðrun og vakningu.

 

Margir hafa fengið þessa köllun frá Guði án þess að vita af því að bænahús eru að rísa upp um alla jörðina.  Það margar sögur af bænaleiðtogum sem hafa byrjað að fylgja köllunni og fengið að vita af öðrum bænahúsum eftir að þeir byrjuðu.  Bænahús dag og nótt er ekki bara góð hugmynd einhverja manna heldur er þetta á hjarta Guðs og tímasetning Guðs. 

 

Helstu einkenni Bænahúsanna er:

- Mismunandi söguleg köllun einstaklinga, sterk vitjun og staðfestingar af Guði.

- Hjarta fyrir einingu.

- DNA eða einkenni þeirra er lofgjörð og bæn, dag og nótt.

- Margir koma úr mikilli auðmýkt og reynslu.

- Margir hafa ekki heyrt af öðrum bænahúsum þegar þeir fóru af stað.

Guð er að byggja húsið, draumar, sýnir og spádómar gefa oft næstu skref.

Guð er að vinna í hjarta leiðtoganna.  Meiri kröfur um að helga líf sitt.

Þrá eld og dýrð Guðs

 

II.      Eldur eða ljós bænarinnar

 

Bæn okkar er líkt við reykelsi sem á að brenna dag og nótt, en til þess að viðhalda eldinum og vera ljós heimsins þurfum við að vera rétt tengd.  Það kemst á yfirnáttúrulegt flæði í lífum okkar þegar við leggjum niður okkar líf og tengjum okkur við hjarta Guðs sem er uppspretta lífsins.  Það er vilji Guðs að yfirflæði sé til staðar í lífum okkar og að lífskrafturinn sem kemur frá Drottni starfi ekki bara í okkur heldur blessi aðra í kringum okkur. 

 

Matt. 5:14-16.

14 Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. 15  Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. 16  Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.

 

Bæn okkar verður að vera "LJÓS" og til þess verðum við að vera einlæg, staðföst og trúa því og vænta þess að Guð muni svara bænum okkar.  Algengur vandi hins trúaða er að viðhalda eldinum í lífi sínu og vera þannig ljós fyrir heiminn.  Oft hættum við að biðja áður en sigur vinnst.  Bænin stoppar ef við sjáum ekki fegurð eða dýrð Guðs.  Við hættum að horfa á hið himneska ríki og förum að einblína á hið jarðneska.  Það er eins og að kalla á andlegt slökkvilið Satans til að taka burt eld Drottins.

 

Til þess að viðhalda eldi eða ljósi bænarinnar hefur Guð gefið okkur leið:

L - Lofgjörð, bæn okkar ætti alltaf að byrja á því að lyfta upp nafni Drottins eins og bænin sem Jesú kenndi lærisveinum sínum "Faðirvorið".

J - Játning, þegar við játum syndir okkar og iðrumst fyrir þær, þá hreinsumst í blóði lambsins.  Hreint hjarta gefur lendingarstað fyrir eld Guðs.

Ó - Óður þakklætis til Drottins, þar sem við þökkum honum fyrir alla hluti.  Þökkum fyrir lífið, fjölskylduna, og svo framvegis.

S - Sárbiðja eða grátbiðja fram þær bænir sem hvíla á okkur hverju sinni.

 

III.      Hjól bænarinnar snýst ekki um okkur heldur um Drottinn

 

Bænin snýst ekki um okkur heldur um Hann, og við erum ekki þungamiðjan heldur Drottinn.  Með því að einblína á okkur eða á fjall vandamálana í lífi okkar kemur ekki lausn heldur aðeins með því að vænta lausnar frá Drottni. Bænin er samskipti við Guð og snýst um að þekkja föðurinn.   Þetta er ekki spretthlaup heldur eins og maraþon hlaup.   Breytingin gerist ekki á einu degi. Það þarf að halda út í bæninni oft í eitt ár eða lengur til þess að sjá sigur.  Sum bænir ná strax í gegn og sigur vinnst, en mjög oft þurfum við að knýja á lengi til þess að fá sigur.   Það að biðja og helga sig Guði gefur breytingu á okkur sjálfum.   Því að þekkja Guð og eiga samfélag við hann breytir okkur. 

 

Árásir óvinarins á bænina:

1) Ræðst á okkar gildismat á Guði;  Sjáðu, vinna þín kemur með meiri árangur en að biðja til Guðs.  Það gerist ekkert nema að það verði lögð hönd á plóginn.

2) Ræðst á gildi eða mikilvægi verkefnisins; "Þetta bænahús er nú ekki merkilegt, frekar smátt og vex mjög hægt".  "Þið munið aldrei ná markmiðinum að ná að halda úti bæn og lofgjörð dag og nótt".   "Bæn ykkar breytir engu".

Satan ræðst alltaf á bænina til þess að stoppa áhrifaríkt starf í Guðsríkinu.  Hann er stöðugt að ásaka okkur og þenur út mistök okkar til þess að láta okkur vita að við getum ekki komið inn í nærveru Guðs.

 

En ef við viðurkennum ekki veikleika okkar og lítum á að það útiloki okkur ekki frá stöðu okkar sem andlegir prestar, þá hlaupum við ekki með veikleika okkar til Jesús.  Við vitum það að við getum ekki þjónað eða komið í óhreinum klæðum inn í nærveru Guðs.

 

Sak.3:1-7.

1  Því næst lét hann mig sjá Jósúa æðsta prest, þar sem hann stóð frammi fyrir engli Drottins og Satan honum til hægri handar til þess að ákæra hann.  2  En Drottinn mælti til Satans: "Drottinn ávíti þig, Satan! Drottinn, sem útvalið hefir Jerúsalem, ávíti þig! Er ekki þessi eins og brandur úr báli dreginn?"  3  Jósúa var í óhreinum klæðum, þar er hann stóð frammi fyrir englinum.  4  Þá tók engillinn til máls og mælti til þeirra, er stóðu frammi fyrir honum: "Færið hann úr hinum óhreinu klæðum!" Síðan sagði hann við hann: "Sjá, ég hefi burt numið misgjörð þína frá þér og læt nú færa þig í skrúðklæði."  5  Enn fremur sagði hann: "Látið hreinan ennidúk um höfuð hans!" Þá létu þeir hreinan ennidúk um höfuð hans og færðu hann í klæðin, en engill Drottins stóð hjá.   6  Og engill Drottins vitnaði fyrir Jósúa og sagði:   7  "Svo segir Drottinn allsherjar: Ef þú gengur á mínum vegum og varðveitir boðorð mín, þá skalt þú og stjórna húsi mínu og gæta forgarða minna, og ég heimila þér að ganga meðal þessara þjóna minna."

 

Drottinn klæddi Jósúa æsta prest í hrein klæði, svo að hann gæti verið andlegur leiðtogi þjóðarinnar.  Eins gerir Drottinn fyrir okkur í dag ef við játum syndir okkar.  Blóð Jesú, lamb Guðs hreinsar burt alla synd og gerir okkur hæf til að koma inn í nærveru Guðs.  Jósúa og Serúbabel voru leiðtogar Ísraelsmanna um 5 öldum fyrir Krist til þess að endurreisa musteri Drottins í Jerúsalem.  Eins erum við að endurreisa bænahús sem er helgað Guði eða musteri Drottins.

 

Sak. 4:11-14.

11 Þá tók ég til máls og sagði við hann: "Hvað merkja þessi tvö olíutré, hægra og vinstra megin ljósastikunnar?"  12  Og ég tók annað sinn til máls og sagði við hann: "Hvað merkja þær tvær olíuviðargreinar, sem eru við hliðina á þeim tveimur gullpípum, sem láta olífuolíu streyma út úr sér?"  13  Þá sagði hann við mig: "Veistu ekki, hvað þær merkja?" Ég svaraði: "Nei, herra minn!"  14  Þá sagði hann: "Það eru þeir tveir smurðu, er standa frammi fyrir Drottni gjörvallrar jarðarinnar."

 

Hinir tveir smurðu voru Serúbabel og Jósúa, og voru þeir bundnir við orð Guð sem er ljósastikan og lifðu í andanum sem er olían.  Sannir synir og dætur Guðs eiga ferska olíu, en olían kom sjálfvirkt frá hinum tveimur olíutrjám sem voru konungleg og prestleg smurning.  Olían flæðir viðstöðulaust ef við erum tengd við heilagan Anda. Smurningin kemur hlutunum í verk og hjólunum á stað.

 

IV.      Lifandi steinar mynda bænahúsið

 

Við sem þjónar Guð eigum að undirbúa brúðina og vera í þeim anda sem Jóhannes skírari var, þ.e. að vera vinur brúðgumans.  Við eigum að þjóna til kirkjunnar til að gera hana hæfa sem brúði Krists, en ekki taka aðdáun hennar til sín.  Eins og Hegaí gerði fyrir Ester sem varð þar af leiðandi brúður konungsins.

 

Ester 2:8-12.

8  Er boð konungs og tilskipun hans varð kunn og safnað var saman mörgum stúlkum til borgarinnar Súsa undir umsjá Hegaí, þá var og Ester tekin til konungshallarinnar, undir umsjá Hegaí kvennavarðar.  9  Og stúlkan geðjaðist honum og fann náð fyrir augum hans. Fyrir því flýtti hann sér að fá henni það, er hún þurfti til hreinsunarundirbúnings síns, og þann mat, er henni bar, svo og að fá henni þær sjö þernur úr konungshöllinni, er henni voru ætlaðar. Og hann fór með hana og þernur hennar á besta staðinn í kvennabúrinu.....12  Og er röðin kom að hverri stúlku um sig, að hún skyldi ganga inn fyrir Ahasverus konung, eftir tólf mánaða undirbúningsfrest samkvæmt kvennalögunum - því að svo langur tími gekk til hreinsunarundirbúnings þeirra: sex mánuðir með myrruolíu og sex mánuðir með ilmsmyrslum og öðru því, er til undirbúnings kvenna heyrir.

 

Hvernig getum við undirbúið okkur fyrir það að vera hluti af áætlun Guðs í endatímunum og orðið brúður Krists?  Auðmjúk trúarbæn er lykillinn af hjarta Guðs og slík bæn í samhljómi við orðið hrærir við hjarta Guðs.  Hjartað í bænahúsunum er boðorðið mikla og kristniboðsskipunin.  Það þarf nýjan vínbelg eða nýtt módel til þess að fá nýtt vín.  Módel Guðs skal vera eins á jörðu eins og er á himni.  Okkar hlutverk er að undirbúa hjarta okkar sem altarið með lifandi fórn og gefa líf okkar Guði.  Þegar Guð sér nýjan vínbelg mun hann fylla á með nýju víni og eldurinn mun falla á altarið í hjarta okkar.

 

Næstu skref okkar sem einstaklinga í Bænahúsinu:

- Virða tíma Guðs eins og stefnumót eða fund við einhvern mikilvægan.

- Bænahúsið í forgang yfir aðra hluti, skuldbinda sig til að taka bænastundir.

- Biðja til þess að finna köllun sína og næstu skref.

- Fórna sér og forgangsraða, gefast meira bæði fjárhagslega og tímanlega.

- Biðja út orðið og Drottinn mun gefa gleði og opinberun.

- Læra að vera logandi reykelsi og sem prestur Drottins með konunglegt vald.

 

Drottinn blessi þig og gefi þér náð til að lifa í stöðugu bænasamfélagi. 

 

  Bænahúsið | Fagraþing 2a | 203 Reykjavík Ísland | baenahusid@baenahusid.is  
  Banki: 0116-05-063995 | kt. 460406-1370